Atvinnuleysi og fjölskyldan

Námskeið fyrir atvinnuleitendur

Atvinnuleysi og fjölskyldan

Efling stéttarfélag býður félagsmönnum sínum í atvinnuleit upp á námskeiðið Atvinnuleysi og fjölskyldan miðvikudaginn 17. apríl kl. 13-15 í Sætúni 1 – 4 hæð, 105 Reykjavík. Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Námskeiðið fjallar sérstaklega um áhrif atvinnuleysis fjölskyldumeðlima á fjölskyldulífið og parasambönd og er í samvinnu við Lifandi ráðgjöf.

Fjallað verður meðal annars um:
 Áhrif atvinnuleysis á sjálfsmynd og sjálfstraust
 Ríkjandi tilfinningar í kjölfar atvinnuleysis svo sem óöryggi, kvíði, sorg, reiði og félagsleg einangrun
 Áhrif atvinnuleysis á parasamband og foreldrahlutverkið
 Fjallað verður um hvernig samskipti og hlutverkaskipti  innan  fjölskyldunnar getur breyst í kjölfar atvinnuleysis Hvað er til ráða? Hverjar eru lausnirnar? Hvernig er hægt að breyta umtalaðri reynslu í ávinning og bættra lífsgæða fyrir alla aðila?

Skráning er í gangi hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfang fjola@efling.is  Skráningarfrestur er til og með 14. apríl nk.