Námsráðgjöf á vinnustað

29. 09, 2006

Sigrún Þórarinsdóttir og Sigríður Dísa Gunnarsdótttir, námsráðgjafar hjá Mími, ásamt þórunni H. Sveinbjörnsdóttir hjá Eflingu, kynna námsráðgjöf á vinnustöðum fyrir starfsfólki í edhúsi LHS.

 

Námsráðgjöf á vinnustað

Efling mun halda áfram að bjóða námsráðgjöf  í vetur í samstarfi við náms-og starfsráðgjafa Mímis-símenntunar. Tilgangurinn er að hvetja og aðstofa félagsmenn við að auka menntun sína og veita upplýsingar um námskeið og námsleiðir og kynna möguleika á styrkjum úr fræðslusjóðum.

Námsráðgjöfin fer þannig fram að náms og starfsráðgjafi kemur á vinnustaðinn og heldur stutta kynningu. Síðan er þeim starfsmönnum sem þess óska, boðið að skrá sig í einstaklingsviðtal, sem fer fram nokkrum dögum síðar í samráði við stjórnendur eða trúnaðarmann á vinnustaðnum. Óski félagsmenn eftir námsráðgjöf utan vinnustaðar er hægt að bóka tíma hjá náms-og starfsráðgjöfum Mímis-símenntunar í Faxafeni 8. Síminn er 580 1800.

Nánari upplýsingar veita Ragnar Ólason og Atli Lýðsson hjá Eflingu í síma 510 7500 og náms og starfsráðgjafar Mímis-símenntunar.