Stjórnarkjör fer fram í Eflingu-stéttarfélagi í byrjun mars næstkomandi. Kjörstjórn hefur ákveðið kjördaga sem verða mánudagurinn 5. mars og þriðjudagurinn 6. mars 2018. Aðalkjörstaður verður að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík en stefnt er einnig að opnun kjörstaða í Þorlákshöfn og Hveragerði. Frekari upplýsingar um nánara fyrirkomulag kosninganna og um utankjörfundaratkvæðagreiðslu verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á skrifstofu Eflingar, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík, 4. hæð, þann 20. febrúar kl. 10.00.
Við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna verða félagsmenn að framvísa persónuskilríkjum.

Tveir listar eru í framboði í stjórnarkjöri Eflingar-stéttarfélags. Átta einstaklingar skipa hvorn lista, formaður, gjaldkeri og sex meðstjórnendur, en fullskipuð stjórn er fimmtán manna með þeim stjórnarmönnum sem kosnir voru á síðasta ári. 

 

A-listi stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar-stéttarfélags

Formaður
Ingvar Vigur Halldórsson – starfsmaður Efnamóttökunnar

Gjaldkeri
Ragnar Ólason – skrifstofu Eflingar

Meðstjórnendur
Halldór Valur Geirsson – Orkuveitu Reykjavíkur
Hrönn Bjarnþórsdóttir – skólaliði í Réttarholtsskóla
Ingibjörg Sigríður Árnadóttir – starfsmaður Skinney Þinganess í Þorlákshöfn
Kolbrún Eva Sigurðardóttir – starfsmaður hjá Ölgerðinni
Kristján Benediktsson – starfsmaður hjá Samskipum
Sigurlaug Brynjólfsdóttir – leikskólaliði á leikskólanum Jörfa

Skoðunarmenn reikninga
Helgi Helgason – starfsmaður hjá Reykjavíkurborg
Ruth Arelíusdóttir – fyrrverandi starfsmaður leikskóla Reykjavíkurborgar

Varamaður skoðunarmanna reikninga
Þórður Ólafsson – fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu

B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur

Formaður
Sólveig Anna Jónsdóttir – starfsmaður á leikskólanum Nóaborg, Reykjavíkurborg

Gjaldkeri
Magdalena Kwiatkowska – starfsmaður á Cafe Paris

Meðstjórnendur
Aðalgeir Björnsson – Tækjastjóri hjá Eimskip, Sundahöfn
Anna Marta Marjankowska – starfsmaður hjá Náttúru þrif
Daníel Örn Arnarsson – starfsmaður hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu
Guðmundur Jónatan Baldursson – bílstjóri hjá Snæland Grímsson
Jamie Mcquilkin – starfsmaður Resource International ehf.
Kolbrún Valvesdóttir – starfsmaður búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar

Skoðunarmenn reikninga
Anna Edvardsdóttir – starfsmaður  búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar
Kristinn Jónsson – starfsmaður Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks

Varamaður skoðunarmanna reikninga
Vairis Klavins – móttökuritari næturvakt á Hlemmi Square Hostel.