Ný launatafla Reykjavíkurborgar tekur gildi

14. 02, 2006


Sorpa

Ný launatafla Reykjavíkurborgar tekur gildi

Starfsmönnum Sorpu var kynntur nýr kjarasamningur 10. febrúar sl. og var hann jafnframt borinn undir atkvæði.  43 voru á kjörskrá og greiddu 35 félagsmenn atkvæði.  Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Samningurinn þýðir töluverðar breytingar fyrir félagsmenn Eflingar hjá fyrirtækinu, þar sem að tekin er upp ný launatafla Reykjavíkurborgar.  Þá munu starfsmenn endurvinnslustöðva alfarið vinna samkvæmt vaktafyrirkomulagi Reykjavíkurborgar en eitt markmið nýja samningsins var einmitt að hafa hann skýrari og heildstæðari en áður.