Ferð til fjár – námskeið fyrir atvinnuleitendur

img_3278_edited-4

Ferð til fjár

Námskeið fyrir atvinnuleitendur

Námskeiðinu Ferð til fjár er nýlokið en leiðbeinandi var Breki Karlsson hjá Stofnun um fjármálalæsi. Almenn ánægja var með námskeiðið og voru þátttakendur með ýmsar spurningar varðandi seinni hlutann þegar farið var yfir ytri þætti fjármála svo sem verðtryggingu, verðbólgu, vexti og fleira.

Farið var yfir helstu þætti sem hafa áhrif á fjármál einstaklinga og hvernig hægt er að finna tækifæri til breytinga. Tekin voru raunveruleg dæmi og þátttakendum kynnt tól og tæki til efla fjárhagslegt öryggi sitt.