Minningar og virðingarsamkoma Nelson Mandela

16. 12, 2013

nelson_mandela

Dagskrá minningar og virðingarsamkomu Nelson Mandela
Norræna húsinu, 18. desember kl. 17
 

Setning. Gylfi Páll Hersir, stofnfélagi að SAGA (Suður Afríkusamtökin gegn Apartheid) og tengiliður við ANC.

Myndband frá Mandela Foundation um lífshlaup Nelsons Mandela.

Fyrstu ár baráttunnar gegn Apartheid á Íslandi á vettvangi Iðnnema-sambands Íslands og stofnun SAGA. Kristinn Halldór Einarssson þáverandi formaður Iðnnemasambandsins og fyrsti formaður SAGA.

Tengslin við Afríska þjóðarráðið ANC og stefna ANC. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir tengiliður við ANC og stofnfélagi SAGA.

SAGA og baráttan gegn Apartheid seinustu árin áður en Mandela er látinn laus og viðskiptabannið gegn Suður Afríku. Sigþrúður Gunnarsdóttir, fyrrverandi formaður SAGA.

Tónlist, SAGA kórinn.

Verkalýðshreyfingin á Íslandi og baráttan gegn Apartheid. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.

Nelson Mandela, sáttin og fyrirgefningin. Árni Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður og forseti neðri deildar Alþingis.

Félagar úr Söngsveitinni Fílharmoníu flytja þjóðsöng Suður- Afríku, NKosi Sikelel´ iAfrika.