Select Page

thrautseigja_og_thor

Námskeiðið hefst 19. febrúar – Nokkur sæti laus

Þrautseigja og þor

Tekist á við erfið samskipti á vinnustað

Að leita aðstoðar er merki um styrk – segir Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni ehf

Flest upplifum við einhvern tímann erfiðleika í samskiptum en í einstaka tilvikum ganga hlutirnir of langt og geta valdið miklum vanda, einelti eða jafnvel kynferðislegri áreitni. Hver sem er getur lent í því að upplifa erfiðleika í samskiptum á vinnustað og þess vegna er mikilvægt að líta ekki á það sem veikleikamerki heldur þvert á móti merki um styrk að leita sér stuðnings og reyna að bæta ástandið, segir Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni ehf. sem skipuleggur og leiðbeinir á námskeiði Eflingar, Þrautseigja og þor – vegna erfiðra samskiptaá vinnustað nú í haust.

Námskeiðið er ætlað fyrir félagsmenn sem upplifa eða hafa átt í erfiðum eða eyðileggjandi samskiptum á vinnustað. Markmiðið er að efla þrautseigju og koma í veg fyrir langvinna vanlíðan hjá þolendum erfiðra samskipta á vinnustað. 

Hvert námskeið er fjögur kvöld, kl. 19.30 – 21.30 og verður haldið miðvikudagana 19. feb., 26. feb., 5. mars og 12. mars í húsnæði Eflingar, Sætúni 1, 4. hæð.

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere