Select Page

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli kl.15.15. Athugið að skrifstofum Eflingar verður lokað kl. 14.00 þann dag.

Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9-17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14.38.

Að fundinum standa samtök launafólks og samtök kvenna.

 

Fylgstu með og taktu þátt

vefsíða kvennafrídagsins

fésbókarsíða kvennafrídagsins

Fylgstu með umræðum á twitter undir #kvennafrí #jöfnkjör og fylgstu með kvennafri á snapchat

 

Um kvennafrídaginn

Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn  árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna. Þann dag lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Launamisrétti, vanmat á störfum kvenna, skortur á virðingu og valdaleysi var konum efst í huga. Hjól atvinnulífsins og reyndar þjóðlífsins alls nánast stöðvuðust þennan dag.

Íslenskar konur hafa sannarlega sýnt svo eftir er tekið um allan heim að samstaðan er sterkasta vopnið.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere