Fjölmennur fundur samninganefndar skorar á ríkisstjórnina að draga hækkanir Kjararáðs til baka

23. 02, 2017

Á fjölmennum fundi samninganefndar Flóafélaganna og Stéttvest í kvöld var gerð einróma samþykkt um að skora á ríkisstjórnina að draga til baka ákvörðun Kjararáðs um launahækkanir þingmanna og ráðherra.  Formaður samninganefndar fékk einróma stuðning til að vinna áfram að sameiginlegri niðurstöðu í kjaramálum innan samninganefndar ASÍ. Tillagan fer hér á eftir.Samninganefnd Flóafélaganna Eflingar, Hlífar, VSFK og Stéttarfélags Vesturlands samþykkir að heimila formanni samninganefndar að vinna áfram á grundvelli þeirra forsendna kjarasamninga frá 2015 sem staðist hafa og varða húsnæðismál og þróun kaupmáttar.Jafnframt beinir samninganefndin þeirri áskorun til stjórnvalda að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að  launakjörum alþingismanna og ráðherra verði breytt þannig að þau samræmist forsendu kjarasamninganna en verði ekki stefnumarkandi fyrir samningagerð á vinnumarkaði.