Berglind Rós Magnúsdóttir dósent við Menntavísindasvið HÍ ræðir ójöfnuð og misskiptingu í menntakerfinu á næsta fundi Eflingar í Gerðubergi, laugardaginn 13. október kl. 14.30.

Vitað er að víða erlendis hefur efnahagsleg misskipting og frekari innleiðing á markaðs- og einkavæðingu í skólakerfinu ýtt enn frekar undir félagslega og menningarlega aðgreiningu í menntakerfum, en hvernig er staðan á Íslandi?

Streymt verður af fundinum og hann tekinn upp, til að gera þeim kleift að fylgjast með sem ekki eiga heimangengt. Enskri þýðingu á efni fundarins verður varpað skjá jafnóðum.

Félagsmenn í Eflingu og allt áhugafólk um samfélagsmál er boðið velkomið á fundinn. Að loknum fundi verður að venju boðið upp á kaffiveitingar. Hægt er að skrá börnin í barnagæslu á bókasafninu í Gerðubergi en nauðsynlegt er að skrá þau fyrirfram hér fyrir neðan