Skóflustunga að nýrri orlofsbyggð Eflingar í Aratungu

[et_pb_section bb_built=“1″][et_pb_row][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text _builder_version=“3.19.14″]

Á fimmtudaginn, 27. júní,  var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri orlofsbyggð Eflingar við Aratungu í Biskupstungum.  Óhætt er að fullyrða að þetta séu mikil tímamót fyrir félagið enda hefur aðdragandinn verið langur og mikil vinna lögð í undirbúning. Reist verða 12 hús í tveimur áföngum og er áætlað að félagsmenn geti byrjað að nýta sér fyrstu húsin strax um mitt næsta ár.

Sveinn Ingvason, sviðsstjóri orlofsmála hjá Eflingu hefur unnið að því árum saman að láta þessa orlofsbyggð verða að veruleika. Hann segir að það sé einkum þrennt sem sé sérstakt við þessa framkvæmd: Staðsetningin sé einstök. Jörðin liggur í slakkanum sem hallar niður að Tungufljóti í Biskupstungum, ofan klettabeltisins sem skilur svæðið frá byggðinni í Aratungu. Þetta er algjör náttúruperla og útsýnið yfir sveitirnar í kringum Tungufljót ólýsanlegt. Nándin við alla þjónustu í Reykholti sé mikill kostur og síðast en ekki síst er það svo auðvitað einstök sérstaða að Efling skuli eiga þetta land og geta skipulagt 12 húsa orlofsbyggð á eigin forsendum, þar sem öll skipulagning miðar að þörfum og kröfum félagsmanna.

 Sögu þessarar orlofsbyggðar má rekja allt til ársins 1944 þegar Verkamannafélagið Dagsbrún keypti landskika með það að markmiði að reisa þar félags- og hvíldarheimili fyrir Dagsbrúnarfélaga. Þessi hugmynd verður að teljast mjög óvenjuleg og framsækin fyrir þennan tíma, en þetta var fyrir tíma orlofsréttinda verkafólks og áður en stéttarfélög héldu úti orlofshúsum fyrir félagsmenn sína. Þó ekkert hafi orðið að byggingu hvíldarheimilisins á sínum tíma má halda því fram að með kaupum á þessu landi og hugmyndum um hvíldarheimili hafi verið kominn fyrsti vísir að orlofsmálum stéttarfélaganna eins og við þekkjum þau í dag. Á þessum árum var mikil barátta háð fyrir auknum orlofsrétti verkamanna og var þessi hugmynd um hvíldarheimili afar framsýn. Með réttinum til lengra og betra orlofs breyttust áætlanir um orlofshúsnæði. Það er því mikil ánægja að geta látið þessar framsýnu hugmyndir forvera okkar verða að veruleika, í örlítið breyttri mynd, þar sem orlofsbyggðin er sérsniðin að þörfum félagsmanna Eflingar í samtímanum.

 

[/et_pb_text][et_pb_gallery _builder_version=“3.19.14″ gallery_ids=“21489,21480,21483″ hover_overlay_color=“rgba(255,255,255,0.9)“ show_title_and_caption=“off“ fullwidth=“on“ /][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]