Laus störf hjá Eflingu

25. 06, 2020

Efling stéttarfélag leitar að kjaramálafulltrúa á skrifstofu félagsins í Reykjavík og þjónustufulltrúa á skrifstofu félagsins í Hveragerði.KjaramálafulltrúiHelstu verkefni:

  • Samskipti við félagsmenn og atvinnurekendur
  • Samstarf við lögmenn félagsins um innheimtu krafna
  • Bréfaskriftir og útreikningar á kröfum

Hæfniskröfur:

  • Reynsla og þekking á vinnumarkaðsmálum og kjarasamningum kostur
  • Rík samskiptahæfni og þjónustulund
  • Góð tök á íslensku og ensku. Pólska eða litháíska kostur
  • Góð tölvukunnátta og reynsla af notkun Excel og Word
  • Skipulags- og greiningarhæfni

 Þjónustufulltrúi í Hveragerði Helstu verkefni:

  • Símsvörun
  • Móttaka og afgreiðsla félagsmanna
  • Almenn skrifstofustörf

Hæfniskröfur:

  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
  • Góð tölvukunnátta (office 365)
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði
  • Góð tök á íslensku og ensku
  • Pólskukunnátta kostur

Um er að ræða 75-100% starf.Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.Nánari upplýsingar um bæði störf veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.isUmsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á www.hagvangur.is