Select Page

Jólamarkaður Eflingar verður haldinn laugardaginn 30. nóvember 2019. Þar gefst félagsmönnum Eflingar kostur á að bóka bás sér að kostnaðarlausu og hafa til sölu handverk sitt eða aðra framleiðslu, t.d. jólakort, kerti, prjónadót eða aðra handavinnu.

Hafir þú áhuga á að taka þátt eða vilt fá nánari upplýsingar geturðu haft samband við Magdalenu Kwiatkowska, magdalena@efling.is eða í síma: 764-5138.

Umsóknarfrestur er til 25. nóvember.

Við hvetjum alla skapandi og framkvæmdaglaða félagsmenn til að hafa samband og kynna hvað þeir hafa upp á að bjóða en athugið að um takmarkað pláss er að ræða og valið verður úr innsendum umsóknum.

Jólamarkaðurinn verður haldinn 30. nóvember í húsi Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Við ætlum að skapa notalega og skemmtilega jólastemningu. Boðið verður upp á léttar veitingar, tónlist og afþreyingu fyrir börnin.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere