Sólveig Anna kjörin varaformaður SGS

30. 10, 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörinn varaformaður Starfsgreinasambands Íslands á föstudaginn, en þá lauk 7. þingi sambandsins. Auk þess var Ragnar Ólason sérfræðingur hjá Eflingu endurkjörinn meðstjórnandi í framkvæmdastjórn. Björn Snæbjörnsson var endurkjörinn formaður SGS til tveggja ára.Á þinginu var samþykkt að stækka framkvæmdastjórnina og skipa hana nú sjö meðstjórnendur auk formanns og varaformans.Rætt var um kjaramál á þinginu og sú alvarlega staða sem nú er uppí í viðræðum við ríki og sveitarfélög. Er fólk almennt sammála um að óbilgirni og hroki einkenni viðmót viðsemjenda og lítill skilningur sé á stöðu félagsmanna aðildarfélaga SGS.Ragnar Ólason segir það gleðileg tíðindi að Sólveg Anna sé nýr varaformaður SGS. Hann telur þetta styrkja forystu Starfsgreinasambandsins en Efling er langstærsta aðildafélag þess. Starfsgreinasambandið er sameinað og sterkt enda er samstaða lykilatriði þegar kemur að kjarasamningum.