SA draga til baka stuðning við misnotkun á hlutabótaleið

16. 04, 2020

Samtök atvinnulífsins hafa dregið til baka ráðleggingar til fyrirtækja um að þeim sé heimilt að fjármagna uppsagnir með almannafé sem ætlað er til að vernda störf.SA ráðlagði fyrirtækjum að setja starfsfólk á hlutabætur og segja því svo upp, og færa þannig allt að 75% kostnaðar við greiðslu launa í uppsagnarfresti á atvinnuleysistryggingasjóð.Ráðleggingar SA gengu þvert gegn yfirlýstum tilgangi hlutabótaleiðarinnar, sem er að viðhalda ráðningarsambandi og halda fólki í starfi.Málið kom upp á mánudaginn 13. apríl, þegar Vísir.is greindi frá því að Securitas væri að borga uppsagnarkostnað með almannafé með þessum hætti. Kom þar fram að Samtök atvinnulífsins hefðu gefið ráðleggingar á þann veg.Á samráðsfundi verkalýðshreyfingarinnar og yfirvalda með SA og í yfirlýsingum félagsmálaráðherra og Vinnumálastofnunar í gær var skorið úr um að hlutabótaleiðin væri sannarlega ekki til þess gerð að auðvelda fyrirtækjum uppsagnir. Samtök atvinnulífsins hafa nú beint því til sinna aðildarfyrirtækja „að haga uppsögnum um hlutastörf til samræmis við túlkun Vinnumálastofnunar“.Í greinargerð með frumvarpi félagsmálaráðherra um hlutabótaleiðina segir: „Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína“. Það er því ljóst að túlkun SA og atvinnurekenda á ákvæðum laganna gekk í berhögg við yfirlýstan tilgang þeirra.Þetta var ekki fyrsta tilfelli bótasvindla í hlutabótakerfinu, en dæmi eru um að fyrirtæki hafi lækkað starfshlutfall fólks niður í 25%, sett þorra launakostnaðar á Vinnumálastofnun, en látið starfsfólkið vinna áfram í allt að fullu starfi.Málið er til marks um þann vara sem hafa þarf á nú, þegar yfirvöld taka til stórtækra aðgerða til styðja við vinnumarkaðinn.„Þetta mál snýst um að almannafé sé notað til þess sem það er ætlað, í þessu tilviki að vernda ráðningarsamband en ekki hið gagnstæða, það er að segja að fjármagna uppsagnir. Við hljótum öll að gera verið sammála um að fjárveitingar hins opinbera séu ekki notaðar á annarlegan hátt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Efling áréttar við félagsmenn að ef þeim er sagt upp eftir að samkomulag hefur verið gert um minnkað starfshlutfall og hlutabætur frá Vinnumálastofnun þá fellur það samkomulag úr gildi. Atvinnurekanda ber í slíku tilviki að greiða laun í uppsagnarfresti miðað við kjör sem giltu áður en samkomulagið var gert.