Select Page

– Alla fimmtudaga kl. 10:00–12:00

Ef þú ert í atvinnuleit, átt frí úr vinnu eða ert af öðrum ástæðum laus við gæti Drop-INN verið eitthvað fyrir þig. Drop-INN felur í sér áhugaverð fræðsluerindi, spjall og kaffisopa í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún 1, 4. hæð, alla fimmtudagsmorgna milli kl. 10:00 og 12:00 frá 17. september og fram í desember.

Eflingarfélagar eru hvattir til að nýta sér þessa spennandi dagskrá. Fræðslan fer fram á íslensku með textaþýðingu á ensku. Spjallið fer svo vonandi fram á sem flestum tungumálum!

Fyrsta erindið  verður núna á fimmtudaginn 17. september – Ertu í atvinnuleit?
Ingibjörg Ebba Björnsdóttir, ráðgjafi VIRK hjá Eflingu, gefur góð ráð um atvinnuleit, fjallar um réttindi atvinnuleitenda og svarar spurningum er snerta fólk í atvinnuleit.

Nánari dagskrá má sjá hér. 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere