Select Page

Frábært námskeið fyrir þá sem vilja fræðast um íslenska skattkerfið sem félagsmenn geta skráð sig á frítt. Námskeiðið verður kennt á ensku næsta fimmtudag, 17. september kl. 19.00-21.00.

Farið verður yfir lög og reglur um skattkerfið á Íslandi. Hverjar skyldur skattgreiðenda eru og hver munurinn er á launagreiðslu og verktakagreiðslu. Þá verður fjallað um gerð skattframtals og hvaða kostnað er hægt að nýta til frádráttar á skatti.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við embætti ríkisskattstjóra (RSK).
Leiðbeinandi: Helgi Guðnason, sérfræðingur í skattheimtu einstaklinga hjá RSK.

Kennsla fer fram í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.
Skráning er hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is

Námskeiðið verður svo kennt á pólsku 24. september

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere