Select Page

Athygli pólskumælandi Eflingarfélaga er vakin á því að ákveðið hefur verið að streyma aðeins frá námskeiði  um skattkerfið á Íslandi á facebooksíðu Eflingar fimmtudaginn 24. september kl. 19-21. Ekki verður því hægt að fylgjast með námskeiðinu í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún eins og áður hafði verið auglýst. Þess ákvörðun er tekin með hliðsjón af sóttvörnum vegna Covid-19. Eins og áður gefst áhorfendum tækifæri til að spyrja spurninga í gegnum streymið með því að kommenta fyrir neðan streymi.

Á námskeiðinu verður farið hefur lög og reglur um skattkerfið á Íslandi. Hverjar skyldur skattgreiðanda eru og hver munurinn er á launagreiðslu og verktakagreiðslu. Þá verður fjallað um gerð skattframtals og hvaða kostnað er hægt að nýta til frádráttar frá skatti.  Námskeiðið er haldið í samstarfi við embætti ríkisskattstjóra. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Helgi Guðnason og þýðandi Wieslawa Vera Lupinska.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere