Select Page

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sendi í dag erindi til Tómasar Njáls Möller formanns Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og Hrundar Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Festu. Tilefnið er þátttaka Festu í Hvatningarverðlaunum jafnréttismála á vegum Samtaka atvinnulífsins.

Í bréfinu vekur Sólveig athygli á afstöðu SA til brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði en samtökin hafa ekki sýnt baráttunni gegn launaþjófnaði og annarri brotastarfsemi á vinnumarkaði stuðning heldur þvert á móti talað hana niður.

Sólveig Anna spyr hvort Festa telji að framganga SA varðandi launaþjófnað og aðra brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði sé í samræmi við hugmyndafræði og viðmið Festu um samfélagsábyrgð og hvort að Festa telji það rétt að leggja nafn sitt við verðlaunaafhendingar á vegum SA.

Erindi Eflingar til Festu

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere