Biðtími – ræsting SA

Ef ekki er hægt að hefja ræstingu í húsnæði á venjubundnum tíma vegna aðstæðna á vinnustað og starfsmaður hefur ekki verið látinn vita fyrirfram, skal hann fá greitt skv. viðkomandi taxta á meðan hann bíður á verkstað. Starfsmaður ber ábyrgð á að koma upplýsingum um lengd og ástæður biðtíma til yfirmanns síns eins fljótt og unnt er.