Þeir sem eru við störf fyrstu viku nóvember eða hafa starfað í 13 vikur samfellt á árinu skulu fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert. Full uppbót miðast við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október.
Desemberuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á uppbótina.
Desemberuppbót er greidd m.v. starfshlutfall og starfstíma.
Desemberuppbót á að gera upp við starfslok.
Uppbótin er:
Á árinu 2019 – 92.000 kr.
Á árinu 2020 – 94.000 kr.
Á árinu 2021 – 96.000 kr.
Á árinu 2022 – 98.000 kr.