Laun ungmenna á hótel og veitingahúsum

22 ára og eldri: 1 ár í starfsgrein. Frá 1. janúar -31. desember 2021 er dagvinnan 1949,95 kr.

18 – 21 árs: 95% af byrjunarlaunum á þjálfunartíma. Frá 1. janúar – 31. desember 2021 er dagvinnan fyrir byrjunarlaun 1939,24 kr. 95% af 1939,24 kr. eru 1.842,28 kr. í dagvinnu
Full byrjunarlaun greiðast eftir 300 klst. hjá sama atvinnurekanda eða 500 klst. í atvinnugrein eftir að 16 ára aldri er náð.

17 ára: 89% af byrjunarlaunum. Frá 1. janúar – 31. desember 2021 eru þetta 1725,92 kr. í dagvinnu.

16 ára: 84% af byrjunarlaunum. Frá 1. janúar – 31. desember 2021 eru þetta 1628,96 kr. í dagvinnu.

15 ára: 71% af byrjunarlaunum. Frá 1. janúar – 31. desember 2021 eru þetta 1376,86 kr. í dagvinnu.

14 ára: 62% af byrjunarlaunum. Frá 1. janúar – 1. desember 2021 eru þetta 1202,33 kr. í dagvinnu.

Aldursþrep starfsmanna undir 18 ára aldri miðast við fæðingarár.