Orlofsréttur hjá ríkinu

  • Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl.
  • Lágmarksorlof er 30 dagar eða 240 klst. 
  • Allir eiga rétt á lágmarksorlofi, en launalausu hafi þeir ekki áunnið sér réttinn. Orlofsfé er 13,04%.
  • Veikindi og fæðingarorlof allt að 6 mánuðum telst til ávinnslutíma.
  • Tímabil sumarorlofs er 1. maí til 15. september og á starfsmaður rétt á a.m.k. 160 stunda orlofi á sumarorlofstíma.
  • Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að skriflegri beiðni yfirmanns, skal sá hluti orlofsins lengjast um 25%.
  • Veikindi í orlofi
  • Veikist starfsmaður í orlofi, telst sá tími sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda sanni starfsmaður með læknisvottorði að hann geti ekki notið orlofs.
  • Tilkynna skal yfirmanni strax með símtali eða símskeyti ef um veikindi eða slys í orlofi er að ræða.