Tímamæld ákvæðisvinna í ræstingu

Í tímamældri ákvæðisvinnu vinnur þú hraðar en venjulega og ofan á tímakaup færðu 20% ákvæðisvinnuálag, þar af er 8% álag fyrir neysluhlé. Þetta þýðir að matarhlé er ekki tekið á vinnutíma því greitt er sérstaklega fyrir það í hærri taxta.

Verklýsing

Áður en starf er hafið á yfirmaður að afhenda starfsmanni skriflega verklýsingu ásamt teikningu af ræstingarsvæðinu þar á að koma skýrt fram hvað á að ræsta og með hvaða áherslum, á hvaða tíma dags og hversu oft. Verklýsingin á að vera aðgengileg og það verður að uppfæra um leið og breytingar verða á vinnunni.

Ferðir á milli ræstingasvæða

Starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu skulu eiga kost á að minnasta kosti tveggja tíma samelldri vinnu. Innan þess tíma geta verið eitt eða fleiri ræstingarsvæði. Ef vinna starfsmanns er samsett af tveimur eða fleiri ræstingarsvæðum skal greiða 15 mínútna ferðatíma milli svæða. Þegar meira en 1,5 klst. líður á milli ræstingar á tilteknum svæðum er ekki greitt fyrir ferðir milli svæða. Ef notaður er eigin bíll að ósk vinnuveitanda á greiðsla að miðast við ekna kílómetra eða fasta krónutölu.