- Uppsögn miðast við mánaðamót.
- Reynslutími er almennt 3 mán. –Uppsagnarfestur á reynslutíma er einn mánuður.
- Að loknum reynslutíma er uppsagnarfrestur þrír mánuðir
- Uppsagnarfrestur eftir 10 ára samfellt starf er : –Við 55 ára lífaldur 4 mánuðir –Við 60 ára lífaldur 5 mánuðir –Við 63 ára lífaldur 6 mánuðir
- Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með 3ja mánaða fyrirvara.
Áminning
- Yfirmanni er skylt að veita starfsmanni áminningu áður en til uppsagnar kemur.
- Ástæður geta verið óstundvísi, vanræksla, óhlýðni við boð eða bann yfirmanns, vankunnátta eða óvandvirkni í starfi, ölvun, athafnir sem þykja ósæmilegar, óhæfilegar og ósamrýmanlegar starfinu.
- Áminningu þarf ekki ef uppsögn er vegna samdráttar, skipulagsbreytinga eða hagræðingar á stofnun.