Vaktavinna á hótel og veitingahúsum

Ef starfsmaður er ráðinn í vaktavinnu, skal það koma fram í ráðningarsamningi hans.

Taka skal fram hvenær vakt hefjist og hvenær henni lýkur.

Vaktir skulu skipulagðar fyrir 4 vikur í senn og vaktaplan kynnt að minnsta kosti viku áður en það á að taka gildi.

Vaktaplan skal hanga uppi þar sem starfsfólk hefur greiðan aðgang að því.