Aðalfundur Eflingar 2020 verður haldinn miðvikudaginn 20. maí kl. 20.00 á Hótel Sögu í Kötlu I og Kötlu II.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
- Skýrsla stjórnar
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu
- Lýst kjöri stjórnar, stjórna sjóða og skoðunarmanna reikninga
Önnur mál
Vegna samkomubanns mega eingöngu vera 50 manns í sama rými. Því fer fundurinn fram í tveimur samliggandi sölum og þess gætt að fara eftir reglum um fjölda manns og tveggja metra fjarlægð.
Til að halda skipulagi biðjum við félagsmenn að boða komu sína hér.
Hér má sjá endurskoðaða reikninga félagsins.
Félagar mætum vel og stundvíslega.