Select Page

Aðalfundur Eflingar 2021

Aðalfundur Eflingar – stéttarfélags 2021 verður haldinn fimmtudagskvöldið 6. maí klukkan 19:30.

Fundurinn verður haldinn rafrænt, í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom.

Hér má sjá endurskoðaða reikninga félagsins.

Ársskýrsla Eflingar 2020-2021 / Efling Annual Report 2020-2021.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu
  3. Lýst kjöri stjórnar og trúnaðarráðs
  4. Reglugerðarbreyting, sjúkrasjóður
  5. Önnur mál

Eflingarfélagar eru vinsamlega beðnir að skrá sig á fundinn hér eigi síðar en 4. maí.

Athygli er vakin á því að aðeins fullgildir Eflingarfélagar hafa setu- og atkvæðisrétt á fundinum. Hægt er að sækja um fullgildingu félagsaðildar í gegnum Mínar síður Eflingar, hér.

Félagsmenn sem þurfa aðstoð eða leiðbeiningar til að skrá sig á rafrænan fund og taka þátt í honum geta hringt í síma 510-7500 eða skrifað skeyti á felagssvid@efling.is.

Tengill á fundinn, leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðrins og frekari upplýsingar í tengslum við fundinn verða sendar til þátttakenda fyrir fundinn.

Allir Eflingarfélagar eru hvattir til að mæta!

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere