Select Page

Borgin er í okkar höndum

Samningar okkar fólks í Eflingu gagnvart Reykjavíkurborg hafa verið lausir í 10 mánuði. Megintaxtahækkanir eru komnar á hreint. Hins vegar hafa borgaryfirvöld skellt skolleyrum við kröfu okkar um launaleiðréttingu lægst launaða hópsins.

Reykjavíkurborg er stærsti láglaunavinnustaður landsins. Konur í erfiðum láglaunastörfum eru þar í miklu meirihluta. Þessi hópur nær vart endum saman af laununum sínum og hefur fáar bjargir til að bæta við sig tekjum. Álagið er sívaxandi og vinnuaðstæðurnar oft erfiðar eins og fram kemur í meðfylgjandi myndböndum um vinnuaðstæður og kjör borgarstarfsmanna.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere