Select Page

Breyttu lífi þínu með markþjálfun

Þjálfun fyrir alla þá sem vilja læra fjölbreyttar aðferðir, tengjast tilganginum, þekkja og nýta hæfileika sína og þróa lausnir sem stuðla að hamingju og velgengni. Þú skoðar og skynjar hvað sameinar það besta í þér, þjálfar færni til að virkja það og beina því í farsælan farveg.

Leiðbeinandi er Arnór Már Másson, sálfræðimenntaður og þrautreyndur ACC markþjálfi hjá AM Markþjálfun slf. Hann notar spennandi og gagnreyndar aðferðir til að laða fram verðmætin og virkjar þig til að beina þeim í farveg sem skilar árangri.

Markþjálfun 4 skipti kl. 18:30–21:30  mánudaga og miðvikudaga 18., 20., 25. og 27. september 2017 (2 vikur).

Staðsetning: Efling stéttarfélag, Guðrúnartún/Sætún 1,  4 hæð, 105 Reykjavík. Skráning er hafin í síma 510 7500 eða á netfang efling@efling.is

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu – hámarksfjöldi 20 manns.

Námskeiðið breytti hugarfari mínu gjörsamlega. Mér fannst þetta mjög spennandi og tel að allir ættu að fara á þetta námskeið. Þetta er kjörið tækifæri til að komast nær sálarlífinu í sér.
Ægir Rafnsson

Ég hef farið á mörg námskeið og það sem skilur þetta námskeið að frá hinum er hversu lausnamiðað það var. Það var horft á það hvernig við getum sjálf hjálpað okkur að taka ákvarðanir og standa með þeim.
Ingunn Jónsdóttir

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere