Breyttu lífi þínu með markþjálfun
Þjálfun fyrir alla þá sem vilja læra fjölbreyttar aðferðir, tengjast tilganginum, þekkja og nýta hæfileika sína og þróa lausnir sem stuðla að hamingju og velgengni. Þú skoðar og skynjar hvað sameinar það besta í þér, þjálfar færni til að virkja það og beina því í farsælan farveg.
Leiðbeinandi er Arnór Már Másson, sálfræðimenntaður og þrautreyndur ACC markþjálfi hjá AM Markþjálfun slf. Hann notar spennandi og gagnreyndar aðferðir til að laða fram verðmætin og virkjar þig til að beina þeim í farveg sem skilar árangri.
Markþjálfun 4 skipti kl. 18:30–21:30 mánudaga og miðvikudaga 18., 20., 25. og 27. september 2017 (2 vikur).
Staðsetning: Efling stéttarfélag, Guðrúnartún/Sætún 1, 4 hæð, 105 Reykjavík. Skráning er hafin í síma 510 7500 eða á netfang efling@efling.is
Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu – hámarksfjöldi 20 manns.