Dagvinna á almenna markaðnum

Virkur vinnutími í dagvinnu á viku skal vera 37 klst. og 5 mín. og skal vinnutíma hagað sem hér segir:

a.  kl. 08:00–17:00 mánudaga til föstudaga.

b.  kl. 07:30–16:30 mánudaga til föstudaga.

Heimilt er að haga dagvinnutíma með öðrum hætti, ef atvinnurekandi og starfsmenn koma sér saman um það. Þó skal dagvinna hvers starfsmanns ávallt unnin með samfelldri vinnuskipan á degi hverjum og aldrei hefjast fyrr en kl. 07:00. Upphaf dagvinnu hvers starfsmanns skal ákveðið í ráðningarsamningi hans og verður ekki breytt nema að undangenginni uppsögn eða með samkomulagi.