Select Page

Hvernig langar mig til að lifa lífinu eftir starfslok?

Efling-stéttarfélag býður upp á nýtt námskeið í haust sem er ætlað fólki 55 ára og eldra í samstarfi við Mími símenntun. Námskeiðið er hugsað sem eins konar vitundarvakning fyrir fólk á besta aldri sem lætur sig málin varða.

Það er að mörgu að huga þegar starfslok nálgast og skynsamlegt að byrja snemma að leita svara við mikilvægum spurningum. Eins og hverjar eru fjárhagslegar skuldbindingar mínar? Ætla ég að búa í sama húsnæði til æviloka? Hverjar verða tekjur mínar? Hvernig get ég hagað lífi mínu til þess að ég geti sinnt áhugamálum og gert annað skemmtilegt þegar ég loks hef tíma til þess?

Þessum og mörgum fleiri spurningum er námskeiðinu ætlað að svara en einnig er mikilvægt að vita hvar best er að leita upplýsinga þegar kemur að þessum tímamótum.

Námskeiðið verður miðvikudaginn 9. nóvember kl. 19:30-21:30.

Staðsetning: Eflingar-stéttarfélags, Sætúni/Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu. 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere