Select Page

Ertu tilbúin(n) fyrir framtíðina?

Kennt: miðvikud. 16. okt. 2019 kl. 19:30–21:30.
Skráningarfrestur: til og með 9. október.

Kennsla fer fram Eflingu-stéttarfélagi, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.
Skráning hjá: Eflingu-stéttarfélagi í síma: 510 7500 eða á fraedslusjodur@efling.is

Heimurinn er að breytast hraðar en áður með nýrri tækni og áherslum. Ný hugsun, skilvirk samskipti og góð orkustjórnun hjálpar þér að eiga við breytingar og uppfæra þig til nútímans. Hvað vilt þú? Hver eru uppáhalds markmiðin þín? Hvaða lykilatriði gagnast þér best þegar kemur að sjálfstrausti og sjálfsþekkingu?

Matti Ósvald Stefánsson er heilsufræðingur og alþjóðlega vottaður PCC markþjálfi og býr yfir meira en 20 ára reynslu við heilsu- og lífsstílsráðgjöf. Hann hefur kennt á fjölda námskeiðum er snúa að uppbyggjandi málefnum eins og tímastjórnun, markmiðasetningu, mannlegum samskiptum og fleira.

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere