Starfsmenntanámskeið

Efling-stéttarfélag í samvinnu við viðurkennda fræðsluaðila hefur boðið upp á fagnámskeið fyrir starfsmenn á vinnumarkaði.

 

          

Á þessari síðu er hægt að nálgast upplýsingar um fjölbreyttar námsleiðir sem tengjast störfum Eflingarfélaga. Hér getur verið um að ræða bæði samningsbundið og ósamningsbundið nám að ræða.  Flestar námsleiðirnar tengjast ákveðnum störfum en nokkrar eru ætlaðar til að bæta almenna þekkingu, auka sjálfstraust og aðstoða fólk við að sigrast á ýmsum námserfiðleikum.

Fagnám fyrir starfmenn í heilbrigðis og félagsþjónustu

Meðal námsþátta eru: aðstoð og umönnun, skyndihjálp, sjálfsstyrking og samskipti, siðfræði og fleira. Miðað er við að þátttakendur hafi stutta skólagöngu og séu eldri en 20 ára. Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í félagsliðabrú.

Félagsliðabrú

Félagsliðabrú er ætluð er fólki sem vinnur við umönnun t.d. á öldrunarheimilum, í heimaþjónustu eða við heimahlynningu er fjögurra anna eininganám sem kennt er samkvæmt námsskrá…

Þjónusta við ferðamenn

Færni í ferðaþjónustu er 160 kennslustunda nám fyrir fólk 20 ára og eldra. Námið byggist á bóklegu námi, vettvangsferðum og verkefnavinnu. Tvö…

Námskeið fyrir dyra- og næturverði

Dyravarðanám er ætlað starfandi dyravörðum en einnig hentar námið öðru starfsfólki á hótelum og veitingahúsum t.d. þeim sem vinna næturvaktir. Þetta er starfsnám, ætlað til að efla þátttakendur í starfi.

Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla

Námið er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og vinna á leikskólum.
Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í leikskólaliðabrú.

Tourism Service Course

The Tourism Service Course is a practical course for people over 20 years of age who want to work in tourism and develop their professional skills in the field.