Starfsmenntanámskeið

Efling-stéttarfélag í samvinnu við viðurkennda fræðsluaðila hefur boðið upp á fagnámskeið fyrir starfsmenn á vinnumarkaði.

 

          

Á þessari síðu er hægt að nálgast upplýsingar um fjölbreyttar námsleiðir sem tengjast störfum Eflingarfélaga. Hér getur verið um að ræða bæði samningsbundið og ósamningsbundið nám að ræða.  Flestar námsleiðirnar tengjast ákveðnum störfum en nokkrar eru ætlaðar til að bæta almenna þekkingu, auka sjálfstraust og aðstoða fólk við að sigrast á ýmsum námserfiðleikum.

Fagnám fyrir starfmenn í heilbrigðis og félagsþjónustu

Meðal námsþátta eru: aðstoð og umönnun, skyndihjálp, sjálfsstyrking og samskipti, siðfræði og fleira. Miðað er við að þátttakendur hafi stutta skólagöngu og séu eldri en 20 ára. Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í félagsliðabrú.

Fagnámskeið, eldhús og mötuneyti.

Ef þú starfar í eldhúsi eða mötuneyti í dag, getur þú hafið vegferð þína í frekari menntun með fagnámskeiðum Eflingar.  Í samstarfi við Sæmund Fróða símenntun í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi eru skipulögð þrjú 60 kennslustunda fagnámskeið.

Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla

Námið er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og vinna á leikskólum.
Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í leikskólaliðabrú.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere