Stofnana- og fyrirtækjastyrkir

Fræðslusjóðirnir styrkja stofnanir og fyrirtæki  til námskeiðahalds eða til annarra fræðslustarfsemi.

Menntun í atvinnulífinu er sameiginlegt hagsmunamál og viðfangsefni atvinnurekanda og samtaka launafólks. Því er mikilvægt að stjórnendur sýni frumkvæði og efli starfsmenntun.

Hægt er að sækja um rafrænt hér. 

Starfsafl

Úthlutunarreglur

Starfsafl – Upplýsingar fyrir fyrirtæki og stofnanir

Æskilegast er að sækja um styrk til Starfsafls áður en verkefnið fer af stað, þó er það ekki skilyrði. Stjórn Starfsafls tekur ákvörðun um styrkupphæð til viðkomandi verkefnis út frá þeim upplýsingum sem koma fram í umsókninni. Styrkurinn er greiddur eftir að verkefnið hefur farið fram og þá þarf að fylgja þátttakendalisti staðfestur af kennsluaðila ásamt kennitölum þátttakenda og námskeiðslýsingu ef hún hefur ekki þegar verið send.

Nú hefur Starfsafl gert fyrirtækjum og fræðsluaðilum auðveldar fyrir að sækja um styrk til námskeiðahalds.  Hér á vefnum má nú finna eyðublað (Rafræn umsókn fyrirtækja) sem fyrirtæki geta fyllt út og sent rafrænt ásamt fylgiskjölum til Starfsafls. Umsóknareyðublaðið er sameiginlegt eyðublað Starfsafls, Landsmenntar (SGS á landsbyggðinni) og SVS (Starfsmenntasjóðs verslunar‐ og skrifstofufólks).

Mælst er til að fræðsluaðilar sjái um útfyllingu umsóknar, í umboði fyrirtækis, einkum ef um stærri námskeið er að ræða.  Fyrirtækjum er þó að sjálfsögðu heimilt að sækja um styrki til Starfsafls sjálf, einkum ef um smærri námskeið er að ræða.

Þess er vænst að þessi nýbreytni auðveldi fyrirtækjum að sækja sér styrk til Starfsafls.  Starfsmenn Starfsafls veitir allar nánari upplýsingar og aðstoð ef á þarf að halda í síma 510 7544, 510 7543 eða gsm 698 9644, eða í fyrirspurnum með tölvupósti, starfsafl@starfsafl.is.

Ef um þróunarstyrk er að ræða er hann greiddur í þremur áföngum; við upphaf verkefnisins, miðbik og í lokin.

Starfsafl greiðir aðeins fyrir starfsmenn sem eru félagar í stéttarfélögum Flóabandalagsins; Eflingu‐ stéttarfélagi, Verkalýðsfélaginu Hlíf og Verkalýðs‐ og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Ef hópur starfsmanna  í fyrirtækinu fer á námskeið þá greiðir Starfsafl hlutfallslega miðað við fjölda Flóa‐félaga.

Fyrirtæki sem ekki eru í Samtökum atvinnulífsins en hafa starfsmenn sem eiga aðild að Starfsafli geta sótt um styrk vegna starfstengdra námskeiða fyrir þá starfsmenn. Styrkur nemur þó aldrei meira en 75% af þeirri greiðslu sem fyrirtæki innan SA fengi fyrir sambærilegt námskeið.

Ef fyrirtæki sækja um styrk til íslenskukennslu fyrir útlendinga þá gildir sú vinnuregla, að fyrirtækjum eða fræðsluaðilum er bent á að sækja um styrk til íslenskukennslu sem menntamálaráðuneytið veitir.   Umsóknarfresti má sjá á vef menntamálaráðuneytisins. Ráðuneytið auglýsir venjulega styrki í byrjun janúar og ágúst/september.  Starfsafl styrkir u.þ.b. 170 kr per nemendastund hafi fyrirtæki fengið styrk frá ráðuneytinu, þó aldrei meira en 75% af því sem á vantar eftir styrk ráðuneytis. Fyrirtæki sem eru utan SA fá 75% af þessari fyrirgreiðslu.  Það sem upp á kann að vanta greiða fyrirtæki, stéttarfélög eða starfsmenn.  Einungis er greitt fyrir starfsmenn í stéttarfélögum Flóabandalagsins sbr. vinnureglu hér á undan.

Fyrirtæki geta sótt um styrk til Starfsafls í samvinnu við önnur fyrirtæki, fræðsluaðila og/eða stéttarfélög sem aðild eiga að Starfsafli.

Stjórn Starfsafls fundar að jafnaði tvisvar í mánuði. Framkvæmdastjóri vinnur umsóknir og leggur fyrir stjórn.

Starfsafl hefur tekið þátt í margvíslegum verkefnum í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og hefur reynsla og þekking safnast hjá aðilum sjóðsins. Eitt af markmiðum Starfsafls er að fyrirtæki geti leitað upplýsinga hjá sjóðnum varðandi símenntun/starfsmenntun í öllum starfsgreinum er tengjast Starfsafli.

Hægt er að sækja um rafrænt hér. 

Flóamennt

Úthlutunarreglur

Úthlutunarreglur – Flóamennt

Stjórnendur hjá stofnunum og fyrirtækjum sem eiga aðild að sjóðnum geta sótt um styrki úr sjóðnum.
a. Veittir eru styrkir til fræðsluverkefna á sviði starfsmenntunar, endur- og símenntunar sem eru í samræmi við markmið sjóðsins til stofnana og fyrirtækja sem í sjóðinn greiða.
b. Veittir eru styrkir í verkefni sem aðilar semja um í kjarasamningum.

2. Fylla þarf út umsóknareyðublað og senda til Eflingar – stéttarfélags. Með umsókn þarf að fylgja lýsing á náminu/verkefninu, skipulagi þess og markmiðum, áætluðum kostnaði og fjölda þátttakenda, öðrum styrkjum og mótframlagi umsækjanda.

3. Umsóknir sem berast fyrir 20. hvers mánaðar eru afgreiddar fyrir 1. næsta
mánaðar á eftir. Uppgjör fer fram þegar námi er lokið og staðfesting á kostnaði og þátttöku hefur verið lögð fram ásamt stuttri greinargerð um framgang námsins. Tilgreina þarf nöfn og kennitölur þeirra félagsmanna sem hafa nýtt sér námið áður en styrkur er greiddur.

-Ekki mega líða meira en 12 mánuðir frá því að námi lýkur þar til að sótt er um
endurgreiðslu.

Uppgjör skal alla jafna fara fram innan 12 mánaða frá styrkveitingu.

-Tekið er við umsóknum til og með 20. hvers mánaðar og greitt er út fyrsta virka dag í
mánuði. Greitt er inn á bankareikning viðkomandi.

Reykjavíkurborg

Úthlutunarreglur

Úthlutunarreglur – Reykjavíkurborg

1. Stjórnendur hjá stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar geta sótt um styrki úr sjóðnum. Styrkir eru veittir til Reykjavíkurborgar, einstakra sviða eða vinnustaða.
a. Styrkir eru veittir til skipulagðrar fræðslu á vegum Reykjavíkurborgar sem varða
starfsmenn borgarinnar og er með tilvísun í starfsáætlun.
b. Styrkir eru veittir til skipulagðrar fræðslu á vegum einstakra sviða sem varða starfsmenn þeirra og er með tilvísun í starfsáætlun.
c. Styrkir eru veittir til skipulagðrar fræðslu á vegum einstakra vinnustaða sem varða flesta starfsmenn þeirra eða starfsmannahópa og er í samræmi við stefnu og megináherslur vinnustaðarins.

2. Fylla þarf út umsóknareyðublað og senda til Eflingar – stéttarfélags. Með umsókn þarf að fylgja lýsing á náminu/verkefninu, skipulagi þess og markmiðum, áætluðum kostnaði og fjölda þátttakenda, öðrum styrkjum og mótframlagi umsækjanda.

3. Umsóknir sem berast fyrir 20. hvers mánaðar eru afgreiddar fyrir 1. næsta mánaðar á eftir. Uppgjör fer fram þegar námi er lokið og staðfesting á kostnaði og þátttöku hefur verið lögð fram ásamt stuttri greinargerð um framgang námsins. Tilgreina þarf nöfn og kennitölur þeirra félagsmanna sem hafa nýtt sér námið áður en styrkur er greiddur.

4. Sömu viðmið gilda um aðra atvinnurekendur sem greiða til sjóðsins.

-Ekki mega líða meira en 12 mánuðir frá því að námi lýkur þar til að sótt er um endurgreiðslu.

Uppgjör skal alla jafna fara fram innan 12 mánaða frá styrkveitingu.

-Tekið er við umsóknum til og með 20. hvers mánaðar og greitt er út fyrsta virka dag í mánuði. Greitt er inn á bankareikning viðkomandi.

Þarfagreining fræðslu - reglur um styrki

Þarfagreining fræðslu – Reykjavíkurborg

Tilraunaverkefni árið 2017

Hvað er styrkt?
Utanaðkomandi aðstoð fagaðila við þarfagreiningu á fræðslu. Með þarfagreiningu er átt við ítarlega greiningu á fræðsluþörfum starfsmannahópa, deilda eða starfsstöðva. Með greiningu skal fylgja fræðslu og kostnaðaráætlun ásamt tillögu að fræðsluaðilum til að mæta niðurstöðum þarfagreiningar.

Sækja þarf um styrk áður en farið er af stað í verkefnið og skal verkefni hefjast innan við 12 mánuðum eftir að umsókn er samþykkt.

Hverjir geta sótt um styrk?
Styrkir eru veittir til vinnustaða. Nauðsynlegt er að sótt sé um styrk með stuðningi stjórnenda stofnunar og mannauðsdeildar þar sem við á.

Aðeins er veittur einn styrkur til þarfagreiningar nema miklar breytingar hafi átt sér stað á starfsstaðnum sem krefst annarrar þarfagreiningar.

Vinnustaður sem sækir um styrk er skuldbundinn til að fylgja eftir fræðsluáætlun.
Upphæð styrkja
Upphæð styrkja er 50.000 krónur fyrir hvern félagsmann sem tekur þátt í verkefninu. Styrkur er að hámarki 1.000.000 kr. þó ekki hærri en sem nemur kostnaði við verkefnið. Nauðsynlegt er að allur starfsmannahópurinn, deild eða starfsstöð taki þátt í verkefninu svo það sé styrkt.

Hvað þarf að fylgja umsókn?
Til þess að umsókn er talin gild þarf að fylgja með:
• Upplýsingar um ábyrgðaraðila verkefnis hjá starfsstað
• Samþykki stjórnar og mannauðsdeildar þar sem við á
• Greinargerð með markmiðum stofnunarinnar og tilgang með verkefninu
• Fjöldi starfsmanna á starfsstaðnum eða starfshópnum
• Fjöldi félagsmanna í Eflingu
• Upplýsingar um aðila sem mun koma að þarfagreiningu
• Áætlaður kostnaður verkefnis

Styrkur er greiddur út við lok verkefnis. Með reikningi skal fylgja afrit af fræðsluáætlun.