Einstaklingsstyrkir – ríkið, hjúkrunarheimili, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Seltjarnarnes
Hægt er að senda umsóknir og fyrirspurnir á fraedslusjodur@efling.is
Úthlutunarreglur Flóamennt
1. Félagsmaður sem unnið hefur og greitt félagsgjöld í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum á rétt á fræðslustyrk.
2. Við ákvörðun upphæðar styrkja er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða frá því að umsókn berst. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða hærra gefur fulla styrkupphæð. Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum.
3. Til að fá greiddan styrk þarf að fylla út umsóknareyðublað og skila frumriti reiknings námskeiðs/skólagjalda til viðkomandi stéttarfélags í síðasta lagi innan 12 mánaða frá dagsetningu reiknings. Ekki er greitt fyrir nám/námskeið sem hófst fyrir samfellda félagsaðild.
4. Áunnin réttindi félagsmanna haldast óbreytt þrátt fyrir flutning milli starfssviða Flóabandalagsins. Einnig eru samningar um réttindaflutning milli allra sjóða innan Starfsgreinasambandsins og V.R.
5. Félagsmaður sem hverfur frá vinnu heldur áunnum réttindum sínum til styrks í 3 mánuði. Að 3 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður. Hverfi félagsmaður frá vinnu vegna veikinda, heimilisástæðna eða af öðrum gildum ástæðum heldur rétti sínum til styrks í allt að 24 mánuði, enda komi starfsmaður aftur til starfa eftir starfshlé. Starfsmaður sem lætur af störfum vegna aldurs heldur áunnum réttindum í 24 mánuði eftir starfslok.
6. Foreldrar í fæðingar- eða foreldraorlofi og atvinnulausir félagsmenn geta nýtt sér áunnin rétt ef þeir velja að greiða félagsgjöld á tímabilinu.
7. Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um styrk vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð.
Úthlutunarreglur Reykjavíkurborg
1. Félagsmaður sem unnið hefur og greitt félagsgjöld í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum á rétt á fræðslustyrk.
2. Við ákvörðun upphæðar styrkja er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða þegar umsókn berst. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða hærra gefur fulla styrkupphæð.
3. Til að fá greiddan styrk þarf að fylla út umsóknareyðublað og skila ásamt frumriti reiknings til Eflingar-stéttarfélags eftir greiðslu námskeiðs/skólagjalda og í síðasta lagi innan 12 mánaða frá dagsetningu reiknings. Ekki er greitt fyrir nám/námskeið sem hófst fyrir samfellda aðild.
4. Áunnin réttindi félagsmanna haldast óbreytt þrátt fyrir flutning milli fræðslusjóða Eflingar stéttarfélaga. Einnig eru samningar um réttindaflutning milli allra sjóða innan Starfsgreinasambandsins og V.R.
5. Félagsmaður sem hverfur frá vinnu heldur áunnum réttindum sínum til styrks í 3 mánuði. Að 3 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður. Hverfi félagsmaður frá vinnu vegna veikinda, heimilisástæðna eða af öðrum gildum ástæðum heldur rétti sínum til styrks í allt að 24 mánuði, enda komi starfsmaður aftur til starfa eftir starfshlé. Starfsmaður sem lætur af störfum vegna aldurs heldur áunnum réttindum í 24 mánuði eftir starfslok.
6. Félagsmenn í launalausu leyfi eða í foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin réttindi skv. 1. og 2. gr.
7. Félagsmenn í fæðingarorlofi geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. gr. ef þeir velja að greiða félagsgjöld á tímabilinu.
8. Félagsmenn sem verða atvinnulausir geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. og 2. gr. ef þeir velja að greiða félagsgjöld á tímabilinu.
9. Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um styrk vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð.
Úthlutunarreglur Kópavogur/Seltjarnarnes
1. Félagsmaður sem unnið hefur og greitt félagsgjöld í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum á rétt á fræðslustyrk.
2. Við ákvörðun upphæðar styrkja er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða frá því að umsókn berst. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða hærra gefur fulla styrkupphæð.
3. Til að fá greiddan styrk þarf að fylla út umsóknareyðublað og skila frumriti reiknings námskeiðs/skólagjalda til viðkomandi stéttarfélags í síðasta lagi innan 12 mánaða frá dagsetningu reiknings. Ekki er greitt fyrir nám/námskeið sem hófst fyrir samfellda félagsaðild.
4. Áunnin réttindi félagsmanna haldast óbreytt þrátt fyrir flutning milli starfssviða Flóabandalagsins. Einnig eru samningar um réttindaflutning milli allra sjóða innan Starfsgreinasambandsins og V.R.
5. Félagsmaður sem hverfur frá vinnu heldur áunnum réttindum sínum til styrks í 3 mánuði. Að 3 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður. Hverfi félagsmaður frá vinnu vegna veikinda, heimilisástæðna eða af öðrum gildum ástæðum heldur rétti sínum til styrks í allt að 24 mánuði, enda komi starfsmaður aftur til starfa eftir starfshlé. Starfsmaður sem lætur af störfum vegna aldurs heldur áunnum réttindum í 24 mánuði eftir starfslok.
6. Foreldrar í fæðingar- eða foreldraorlofi og atvinnulausir félagsmenn geta nýtt sér áunnin rétt ef þeir velja að greiða félagsgjöld á tímabilinu.
7. Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um styrk vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð.