Réttindanámskeið

Efling býður öllum félagsmönnum sínum að sækja sér stutt námskeið sér að kostnaðarlausu.
Kennsla fer fram í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Skráning er hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is

Réttindi og skyldur á vinnumarkaði

Námskeiðið er liður í því að veita félögum í Eflingu upplýsingar um réttindi þeirra á vinnumarkaði og hjá stéttarfélaginu. Sérfræðingar Eflingar í kjaramálum fara yfir helstu atriði kjarasamninga, s.s. veikindarétt, uppsagnarfrest og fleira ásamt því að kynna réttindi félagsmanna í sjóðum félagsins.

Boðið er upp á námskeiðið á íslensku, ensku og pólsku.

Íslenska: 29. september kl. 19:00–21:00.
Enska: 6. október kl. 19:00–21:00.
Pólska: 13. október kl. 19:00–21:00.

Á tímamótum – Starfslokanámskeið

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að nálgast starfslok eða eru nýhættir störfum og gefur hagnýtar upplýsingar um það sem huga þarf að eftir starfslok. Meðal efnisþátta eru tryggingamál, lífeyrisréttindi, áhrif starfsloka á líðan og heilsufar, húsnæðismál, félags- og tómstundastarf og réttindi hjá Eflingu.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Mími.

Boðið er upp námskeið á íslensku og ensku.

Íslenska: Fyrra námskeið 22., 24. og 29. september, kl. 13:00– 16:00. Seinna námskeið 13., 15. og 20. október kl. 18:00–21:00 – frestað
Enska: 27. október, 29. október og 3. nóvember kl. 18:00–21:00 – frestað

Skattkerfið á Íslandi

Farið verður yfir lög og reglur um skattkerfið á Íslandi. Hverjar skyldur skattgreiðenda eru og hver munurinn er á launagreiðslu og verktakagreiðslu. Þá verður fjallað um gerð skattframtals og hvaða kostnað er hægt að nýta til frádráttar á skatti.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við embætti ríkisskattstjóra (RSK).
Leiðbeinandi: Helgi Guðnason hjá RSK, sérfræðingur í álagningu gjalda hjá einstaklingum. 

Boðið er upp á námskeiðið á ensku og pólsku.

Enska: 17. september kl. 19:00–21:00.
Pólska: 24. september kl. 19:00–21:00.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere