Trúnaðarmannafræðsla

Trúnaðarmenn Eflingar eru mikilvægur hlekkur í starfi félagsins og kappkostað er að bjóða þeim uppá fyrsta flokks fræðslu þar sem tekið er á grundvallarþáttum vinnumarkaðarins.

Stutt hagnýt námskeið fyrir trúnaðarmenn eru haldin með reglulegu millibili. Þar eru mjög fjölbreytt efnistök og alltaf eitthvað nýtt og spennandi í boði fyrir trúnaðarmenn.

Einnig eru haldin sértækari námskeið fyrir þá sem hafa lokið grunnámskeiðum og eftir því sem ástæða er til. Trúnaðarmenn eiga samningsbundinn rétt til að sækja þessi námskeið án launaskerðingar en þurfa að sækja námskeiðin í samráði við yfirmann sinn.

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið I, 1. og 2. þrep.

Námskeiðið stendur yfir í viku og kennt er alla virka daga frá kl. 9:00 til 15:30.

Næstu námskeið verða haldin:

28. janúar – 1. febrúar 2019

25. – 29 mars 2019

Námskeiðið verður haldið á ensku 21.- 25. janúar og 1.-5. apríl 2019*.

*Ath. að námskeiðinu á ensku í apríl verður frestað um óákveðinn tíma vegna samningaviðræðna og fyrirhugaðra verkfallsaðgerða. 

Á þessu námskeiði er farið í starf og hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og samningum ásamt því sem farið er í starfsemi stéttarfélaga, hlutverk þeirra og viðfangsefni.

Trúnaðarmannanámskeið II, 3. og 4. þrep.

Námskeiðið stendur yfir í viku og kennt er alla virka daga frá kl. 9.00 til 15:30.

Næsta námskeið verður haldið:

18. -22. febrúar 2019.

Námskeiðið verður haldið á ensku 4.-8. mars 2019.

Á þessu námskeiði er farið dýpra í starf verkalýðshreyfingarinnar og nánar í almennan vinnurétt og samskipti á vinnnustað ásamt því sem hagfræðihugtök eru skýrð.

Kennsla fer fram í húsnæði Eflingar Guðrúnartúni 1, 4 hæð.                

Skráning er hjá Eflingu í síma 510 7500

Trúnaðarmenn Eflingar geta farið á opin námskeið hjá Félagsmálaskóla alþýðu sér að kostnaðarlausu. Skólinn er einnig með önnur áhugaverð námskeið sem vert er að kynna sér. Frekari upplýsingar fást hjá Eflingu í síma 510 7500 og á heimasíðu Félagsmálaskólans.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere