Fyrir launagreiðendur

Fyrir launagreiðendur

Hér geta launagreiðendur nálgast helstu upplýsingar um hvernig best er að bera sig að við greiðslur
gjalda auk annarra hagnýtra upplýsinga. Hægt er að senda fyrirspurnir á skilagrein@efling.is

Launagreiðendur athugið.
Efling stéttarfélag mun frá og með 1. janúar 2024 móttaka skilagreinar og innheimta félagsgjöld fyrir félagsfólk Eflingar ásamt gjöldum í sjúkra-, orlofs-, og fræðslusjóði. Verkefnið var áður í höndum Gildi lífeyrissjóðs. Undirbúningur vegna þessarar móttöku er þegar hafinn og mun Efling miða að því að gera yfirfærsluna eins hnökralausa og kostur er fyrir laungreiðendur.
Engar breytingar verða á hlutfalli félags- og iðgjalda.

Skil iðgjalda

Iðgjöld eftir kjarasamningum

Launareiknivél


Hvernig eru skilagreinar greiddar?

Greiðsluseðill er sendur í heimabanka eftir að skilagrein hefur verið send til Eflingar. Krafan stofnast þó ekki fyrr en skilagreinin hefur verið yfirfarin og ef misræmi kemur í ljós stofnast krafan samkvæmt yfirfarinni skilagrein.
– Ef krafa stofnast ekki í heimabanka hefur skilagrein ekki borist af einhverjum ástæðum.

Hvenær á að greiða skilagreinar?

Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar á eftir launamánuði.
– Eindagi er síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar. Ef greiðsla er ekki innt af hendi fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags

Hvert má beina fyrirspurnum?

Allar spurningar má senda á netfangið skilagrein@efling.is