Select Page

Golfkortið 2016

Golfkortið veitir sérkjör til handhafa þess á um 35 golfvöllum í formi 2 fyrir 1, þ.e. annar aðilinn spilar frítt. Kortið fyrir 2016 kemur út í apríl/maí og kostar 3.000 kr. fyrir félagsmenn Eflingar í stað 5.900 kr. í almennri sölu.

Með Golfkortinu geta golfunnendur og fjölskyldur spilað golf á ódýran og auðveldan hátt í fríinu, á ferð sinni um landið eða einfaldlega til að prófa nýja velli, ásamt annarri afþreyingu sem í boði er á hverjum stað.

Um 35 golfvellir eru í boði til spilunar á árinu 2016.

Handbók fylgir með Golfkortinu þar sem fina má upplýsingar um alla velli, leiðbeiningar og reglur. Golfkortshafar geta líka skráð sig á póstlista Golfkortsins og fengið góð tilboð á golfvörum.

5 punktar fara af punktainneign félagsmanns við kaup á Golfkortinu.

Nánari upplýsingar er að finna á www.golfkortið.is 

Réttindi til styrkja / endurgreiðslna úr orlofssjóð byggist á eftirfarandi réttindum:
• Félagsmenn hafi greitt sl. 6 mán. samfellt og eigi punktainneign sem er til frádráttar hverju sinni.
• Félagsmenn sem eru komnir á lífeyrir eða örorku geta keypt allt sem tilheyrir miðasölu í 2 ár eftir starfslok (sbr. aðra sjóði) og eiga tiltekinn punktafjölda

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere