Haust- og vetrarleiga 2024-2025

Mikil aðsókn er í húsin yfir vetrartímann, sérstaklega í hús sem er stutt frá höfuðborgarsvæðinu.
Það er venjulega fullbókað um helgar u.þ.b. mánuð fram í tímann, þannig að nauðsynlegt er að
bóka tímanlega til að fá bústað á þeim tíma sem hentar.


Vetrartímabilið er frá 30. ágúst 2024 til 30. maí 2025. Þá er hægt að bóka bæði helgar- og
vikuleigu. Þó er aðeins vikuleiga í boði yfir hátíðarnar, þ.e. jól og áramót, og svo páska.

Jóla- og áramótavikurnar í ár eru annars vegar 20. desember 2024 27.desember 2024 og hins vegar 27.desember 2024 – 3.janúar 2025.
Bókanir fyrir jól og áramót hefjast 13. september kl 9:00. Aðeins er hægt að velja annað hvort jóla
eða áramótaviku.


Opnað er fyrir vetrartímabilið í tveimur skrefum.
Opnað verður fyrir bókanir í vetrarleigu fram að jólum þann 14. Ágúst kl. 9:00. Opnað verður fyrir
bókanir eftir áramót, fyrir tímabilið 3. Janúar til 30. Maí 2025, þann 1, nóvember kl. 9:00. Athugið
að páskar eru undanskildir þar sem sækja þarf um sérstaklega og hefst umsóknartímabilið í byrjun
febrúar og verður úthlutað í samræmi punktafjölda umsækjanda.
Helgarleiga er þrír sólarhringar föstudegi til
mánudags.


Hvernig skal bóka hús?
Á veturna er bókað beint á mínum síðum eða á skrifstofu og má hver félagsmaður bóka einu
sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót. Einnig er hægt að bóka símleiðis á skrifstofu félagsins í síma 510-7500, eða senda fyrirspurninr á orlof@efling.is.


Leiðbeiningar:
Inn á mínum síðum er farið í flipann “orlofssjóður” og svo “orlofskerfi”. Þá birtist yfirlitsmynd
yfir öll orlofshúsin sem sýnir aðeins þrjár vikur fram í tímann og passa þarf að velja þá dagsetningu á
yfirlitsmyndinni sem á að bóka . Öll hús sem eru blá er það sem er laust.
Athugið að það eru ekki öll húsin í útleigu yfir vetrartímann.


Eftirtalin orlofshús og íbúðir eru í boði yfir vetrartímann:

StaðsetningFjöldi húsaVikuverðHelgarverð
Hvammur í Skorradal / ekki pottur 1 hús38.449,-21.621,-
Skarð í Borgarfirði / heitur pottur1 hús38.449,-21.621,-
Svignaskarð í Borgarfirði 60 fm.m potti6 hús33.515,-18.935,-
Svignaskarð í Borgarfirði 78 fm.m potti 10 hús38.449,-21.621,-
Skarðslækur 115 fm / ekki pottur1 hús33.515,-18.935,-
Borgarsel í Svignaskarði 78 fm.m potti 1 hús30.121,-16.909,-
Stykkishólmur, Borgarhlíð 9 / raðhús m. potti1 hús38.449,-21.621,-
Stykkishólmur, Laufásvegur 21 og 23 / ekki pottur2 hús30.121,-16.909,-
Hólmavík / ekki pottur1 hús30.121,- 16.909,-
Íbúðir á Akureyri / ekki pottur 4 íbúðir30.121, 16.909-
Raðhús á Akureyri , Furulundur / ekki pottur3 hús 38.449, – 21.621,-
Raðhús á Akureyri, Klettaborg / ekki pottur1 hús38.449,- 21.621,-
Kirkjubæjarklaustur / ekki pottur 2 hús30.121,- 16.909,-
Úthlíð í Biskupstungum m. potti2 hús33.515,- 18.935,-
Brekkuskógur stærri hús m. potti3 hús38.449,- 21.621,-
Mosar í Reykholti Biskupstungum m. potti12 hús38.449,- 21.621,-
Ölfusborgir m. potti10 hús33.515,-18.935,-
Hellishólar Fljótshlíð / ekki pottur1 hús38.449,-21.621,-
Vestmannaeyjar / ekki pottur1 hús30.121,-16.909,-
Hveragerði íbúð / ekki pottur1 hús30.121,-16.909,-
Heiðarbær 3 við Þingvallavatn1 hús33.515,-18.935,-
Bjarteyjarsandur á Hvalfirði1 hús33.515,-18.935,-

Bein leiga hjá umsjónarmanni á staðnum:Fjöldi húsa:Sími:
Frá 2. Okt. Illugastaðir / Heitur pottur2 hús 462 5909 / 462 6199
Frá 2. Okt. Einarsstaðir / Heitur pottur 3 hús 861 8310