Select Page

Helstu atriði – almenni vinnumarkaðurinn

Helstu atriði launahækkana í samningnum:

Kauptaxtar og hækkanir

  • Launatöflur hækka um 25.000 kr.
  • Meðaltal krónutöluhækkunar í launatöflu eru 27.000 krónur þar sem eitt starfsaldursþrep er fellt niður í launatöflu.

Sjá nýja launatöflu hér.

Launaþróunartrygging

 – Launamaður sem hefur störf fyrir 1.febrúar 2014

Lækkandi prósentuhækkun eftir hækkandi launum

  • Á bilinu 300.000 kr. upp í 750.000 fær starfsmaður 7,2% hækkun  stiglækkandi í jöfnum skrefum niður í 3,2%. Sjá töflu hér. Frá því dregst sú hækkun sem starfsmaður hefur fengið á tímabilinu eftir 1. febrúar 2014 og fram að kjarasamningum. Launamaður fær aldrei minna en 3,2 % hækkun.

 – Hefur störf á tímabilinu eftir 1. febrúar 2014 til 31.desember 2014

  • Starfsmaður sem hefur störf á þessu tímabili fær 3,2 % launahækkun eða 25.000 kr. launahækkun sé hann í taxtakerfi.

 – Hefur störf árið 2015

  • Starfsmaður fær ekki launaþróunarhækkun en kauptaxtar hækka um 25.000 kr.

Laun mega aldrei vera lægri en nýir launataxtar segja til um.

Ef um er að ræða starfsmenn sem eru rétt yfir launatöxtum þarf að huga sérstaklega að því að þeir lendi ekki undir nýjum lágmarkstaxta þrátt fyrir prósentuhækkun þar sem launataxtar hækka hlutfallslega mikið.

Lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf er 245.000 kr. á mánuði

Fullar 173,33 unnar stundir á mánuði með hvers konar bónus, álags og aukagreiðslur sem falla til innan ofangreinds vinnutíma fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem hafa starfað a.m.k. sex mánuði hjá sama fyrirtæki en þó að lágmarki 900 stundir.

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere