Select Page

Desemberuppbót 2020

Desemberuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á desemberuppbótina.

Desemberuppbót er greidd m.v. starfshlutfall og starfstíma.

Desemberuppbót á að gera upp við starfslok.

SA – Samtök atvinnulífsins – Almenni markaðurinn (einkafyrirtæki) 94.000 kr.

Þeir sem eru í starfi fyrstu viku í desember eða hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eiga rétt á uppbót eigi síðar en 15. desember. Fullt ársstarf m.v. 45 vikur eða 1800 klst. á tímabilinu 1. janúar – 31. desember.

Reykjavíkurborg 103.100 kr. 

Þeir sem eru við störf fyrstu viku nóvember eða hafa starfað í 13 vikur samfellt á árinu skulu fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert. Full uppbót miðast við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október.

Ríkið/hjúkrunarheimili 94.000 kr. 

Þeir sem eru við störf fyrstu viku nóvember eða hafa starfað í 13 vikur samfellt á árinu skulu fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert. Full uppbót miðast við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október.

Sveitarfélög 118.750 kr.

Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.

Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Atvinnuleitendur 86.853 kr.

Óskert desemberuppbót fyrir atvinnuleitendur er 86.853 kr. en atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka uppbót fyrir hvern barn yngra en 18 ára, 5.211 kr. með hverju barni. Uppbótin er greidd út eigi síðar en 15. desember og er það Vinnumálastofnun sem sér um greiðslu uppbótarinnar.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere