Select Page

Kjarasamningar og fylgiskjöl frá 2015

Kjarasamningur á almenna vinnumarkaðnum, við Samtök atvinnulífsins

Kjarasamningur milli Eflingar og SA 2016

Þann 21. janúar 2016 var skrifað undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins og gildir hann fyrir félagsmenn Eflingar á almennum vinnumarkaði. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu aðildarfélaga ASÍ við Sa sem lauk á hádegi þann 24. febrúar.

Skrifað var undir kjarasamning á almennum vinnumarkaði þann 29. maí sl. og gildir hann frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða í sameiginlegri póstatkvæðagreiðslu Flóabandalagsins um samninginn sem lauk á hádegi 22. júní 2015.

 

Kjarasamningur við ríkið

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við ríkið 7. október en samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.  Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í sameiginlegri póstatkvæðagreiðslu Flóabandalagsins um samninginn sem lauk á hádegi 30. október 2015.

 

Kjarasamningur við hjúkrunarheimili

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem tekur til um tvö þúsund félagsmanna í Eflingu, Hlíf og VSFK. Kjarasamningurinn er sambærilegur við nýjan kjarasamning félaganna við ríkið og gildir hann afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í sameiginlegri póstatkvæðagreiðslu Flóabandalagsins um samninginn sem lauk 13. nóvember síðast liðinn.

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg föstudagskvöldið 13. nóvember síðastliðinn. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Atkvæðagreiðsla hefst 20. nóvember og atkvæði þurfa að hafa borist fyrir þriðjudaginn 1. desember nk. kl. 12.00 en síðar þann dag verður niðurstaðan kynnt.

Kynningarfundir um kjarasamninginn verða haldnir á skrifstofu Eflingar-stéttarfélags, Sætúni 1, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 13.00 og fimmtudaginn 26. nóvember kl. 16.00.

 

Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga föstudagskvöldið 20. nóvember. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Atkvæðareiðsla hefst 27. nóvember og atkvæði þurfa að hafa borist fyrir föstudaginn 11. desember nk. kl. 12.00 en síðar þann dag verður niðurstaðan kynnt.

Kynningarfundir um kjarasamninginn verða haldnir á skrifstofu Eflingar-stéttarfélags, Sætúni 1, þriðjudaginn 1. desember kl. 13.00 og miðvikudaginn 2. desember kl. 16.00.

 

Kjarasamningur fyrir sjómenn hjá Eflingu

Samningar hafa verið lausir síðast liðin 5 ár. Forysta Sjómannasambands Íslands er með samningana á sínu borði og er að vinna að breytingum á þeim. Uppfærða launatöflu má hins vegar nálgast á heimasíðunni, sjá hér.

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere