Kjarasamningar Eflingar við SÍS, Reykjavíkurborg og ríki

Samband íslenskra sveitarfélaga – Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Hveragerði og Ölfus

Hverju skilar nýr kjarasamningur félögum Eflingar hjá SÍS?

Hvað hækka launin mikið?

 • Allir í fullu starfi fá minnst 90.000 kr. launahækkun í anda Lífskjarasamningsinsí fjórum áföngum. Fyrstu tveir áfangarnir upp á 17.000 kr. á mánuði frá 1. janúar 2020 og 24.000 kr. á mánuði frá 1. apríl 2020  verða greiddir í einu lagi við næstu mögulegu launaútborgun að viðbættri 70.000 kr. eingreiðslu miðið við fullt starf frá ágúst til desember 2019.
 • Launalægstu starfsmennirnir fá allt að 15.000 kr. sérstaka leiðréttingu á laun sín frá 1. apríl 2020. Hækkunin lækkar í takt við hækkandi laun og verður lægst 2.000 kr.
 • Allir fá eingreiðslu að verðmæti 1,5% af heildarlaunum sínum úr svokölluðum Félagsmannasjóði þann 1. febrúar ár hvert.
 • Desemberuppbótin hækkar um 3.000 kr. á ári upp í 124.750 kr. árið 2022.
 • Orlofsuppbótin hækkar um 1.000 kr. á ári upp í 53.000 kr. árið 2022.

Hvað styttist vinnuvikan mikið?

 • Vinnuvikan í dagvinnu styttist um 13 mínútur á dag (65 mínútur á viku) frá 1. janúar 2021.
 • Hægt verður að komast að samkomulagi á hverjum vinnustað fyrir sig um að stytta vinnuvikuna um allt að 4 klst á viku eða niður í 36 virkar vinnustundir með breyttu fyrirkomulagi matar- og kaffitíma.
 • Vinnuvikan í vaktavinnu styttist niður í 36 virkar vinnustundir og getur í ákveðnum tilvikum styst niður í allt að 32 vinnustundir.

Hverju skilar samningurinn til viðbótar?

 • Lágmarksfjöldi orlofsdaga verður 30 dagar fyrir alla starfsmenn innan kjarasamnings SÍS.

Reiknivél – Laun í nýjum kjarasamning við SÍS 

Glærukynning

Kjarasamningur Eflingar og SÍS

Yfirlýsing SÍS um sérstakar greiðslur

Glærukynning með útskýringum

 

 

 

————————-

Reykjavíkurborg

Kjarasamningur hefur verið undirritaður af samninganefnd og formanni með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu.

Atkvæðagreiðsla hefst 12:00 á hádegi mánudaginn 23. mars og lýkur 12:00 á hádegi föstudaginn 27. mars

Samningur tekur gildi ef meirihluti félagsmanna er samþykkur og gildir frá 1. apríl 2019 og til 31. mars 2023.

Hverju skilar nýr kjarasamningur félögum Eflingar hjá Reykjavíkurborg?

Hvað hækka launin mikið?

 • Allir fá minnst 90.000 kr. launahækkun í anda Lífskjarasamningsins í fjórum áföngum. Fyrsti áfanginn upp á 17.000 kr. á mánuði frá 1. apríl 2019 verður greiddur í einu lagi mánaðamótin apríl-maí að frátaldri 105.000 kr. eingreiðslu frá því í haust.
 • Starfsmenn fá að meðaltali 7.800 kr. aukahækkun vegna breytinga á launatöflu frá 1. apríl 2020.
 • Launalægstu starfsmennirnir fá allt að 15.000 kr. sérstaka greiðslu á laun sín frá 1. apríl 2020. Hækkunin lækkar í takt við hækkandi laun.
 • Greiðslur vegna vinnu í matartíma í umönnunarstörfum breytast í fastar upphæðir. Starfandi starfsmönnum verða tryggðar jafn háar upphæðir og verið hefur.
 • Desemberuppbótin hækkar um 3.000 kr. á ári upp í 109.000 kr.
 • Orlofsuppbótin hækkar um 1.000 kr. á ári upp í 53.000 kr.

Tímalína hækkana

Laun í nýjum kjarasamningi við Reykjavíkurborg – reiknivél

Hvað styttist vinnuvikan mikið?

 • Vinnuvikan í dagvinnu styttist um 13 mínútur á dag (65 mínútur á viku) frá 1. janúar 2021.
 • Hægt verður að komast að samkomulagi á hverjum vinnustað fyrir sig um að stytta vinnuvikuna um allt að 4 klst á viku eða niður í 36 virkar vinnustundir með breyttu fyrirkomulagi matar- og kaffitíma.
 • Vinnuvikan í vaktavinnu styttist niður í 36 virkar vinnustundir og getur í ákveðnum tilvikum styst niður í allt að 32 vinnustundir.

Hverju skilar samningurinn til viðbótar?

 • Reynsla af sambærilegum störfum verður metin til launa óháð því hvar hennar var aflað.
 • Launað námsleyfi verður ekki aðeins heimild heldur réttur eftir fjögurra ára starf.
 • Nám verður betur metið til launa heldur en áður.
 • Almennir starfsmenn á leikskólum fá tvo undirbúningstíma á viku.
 • Orlofsdagar verða 30 dagar fyrir alla borgarstarfsmenn.

Fylgiskjöl

Glærukynning með útskýringum

Glærukynning

Kjarasamningur Eflingar og Reykjavíkurborgar

Fylgiskjal um hækkun lægstu launa

Stytting vinnuvikunnar – vaktavinna

Stytting vinnuvikunnar – dagvinna

———————————————–

Ríki

Kjarasamningur hefur verið undirritaður af samninganefnd og formanni 7. mars 2020 með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu.

Atkvæðagreiðsla hefst 12:00 á hádegi mánudaginn 23. mars og lýkur 12:00 á hádegi föstudaginn 27. mars

Samningur tekur gildi ef meirihluti félagsmanna er samþykkur og gildir frá 1. apríl 2019 og til 31. mars 2023.

Hverju skilar nýr kjarasamningur félögum Eflingar hjá ríkinu?

Launaliður

 • Þann 1. apríl 2019 hækka mánaðarlaun afturvirkt um 17.000 kr. Við útborgun á þeirri greiðslu dregst 105.000 kr. innágreiðsla sem greidd var 1. ágúst.
 • Þann 1. apríl 2020 hækka mánaðarlaun um 24.000 kr. fyrir launaflokka 1-17 og um 18.000 kr. fyrir hærri launaflokka.
 • Þann 1. janúar 2021 kemur ný launatafla. Við yfirfærslu í nýja launatöflu er tryggt að enginn sem raðast fyrir neðan launaflokk 17 fái minna en 24.000 kr. hækkun á mánaðarlaunum. Aðrir fá að lágmarki 18.000 kr. hækkun mánaðarlauna.
 • Frá 1. janúar 2021 verður ráðstafað allt að 85 milljónum kr. á ársgrundvelli til endurskoðunar á stofnanasamningum og röðunar í nýja launatöflu.
 • Þann 1. janúar 2022 hækka mánaðarlaun um 17.250 kr.
 • Tímamæld ákvæðisvinna við ræstingar hækkar:
   • Þann 1. apríl 2019 um 6,20%
   • Þann 1. apríl 2020 um 8,20%
   • Þann 1. janúar 2021 um 7,60%
   • Þann 1. janúar 2022 um 7,40%
 • Sérstök ákvæði um laun ungmenna falla brott og taka ungmenni því sömu röðun og aðrir starfsmenn.

Greiðslur fyrir yfirvinnu verða tvenns konar. Annars vegar 1,0385% af mánaðarlaunum eins og verið hefur (yfirvinna 2) og hins vegar lægri yfirvinnutaxti fyrir vinnu frá kl. 08:00 til 17:00 virka daga, upp að 40 stundum á viku, sem verður 0,9385% af mánaðarlaunum (yfirvinna 1).

Desemberuppbót verður:

 • Kr. 92.000 kr. í desember 2019
 • Kr. 94.000 kr. í desember 2020
 • Kr. 96.000 kr. í desember 2021
 • Kr. 98. 000 kr. í desember 2022

Orlofsuppbót verður:

 • Kr. 50.000 kr. í júní 2019
 • Kr. 51.000 kr. í júní 2020
 • Kr. 52.000 kr. í júní 2021
 • Kr. 53.000 kr. í júní 2022

Stytting vinnuvikunnar – dagvinnu

 • Sjá Fylgiskjal 1 í nýjum samningi og sérstaka kynningu
 • Tryggt að vinnutími styttist um 13 mínútur á dag (65 mínútur á viku) 1. janúar 2021 án nokkurrar skerðingar á launum eða öðrum réttindum.
 • Með sérstöku samkomulagi á vinnustöðum má stytta vinnuviku frekar, eða um allt að 4 klukkutíma á viku niður í 36 virkar vinnustundir.
 • Stytting niður í 36 vinnustundir krefst þess að gefa upp forræði yfir kaffitímum. Engu að síður er tryggt að fólk fái neysluhlé.
 • Vinnutímahópar skipaðir fulltrúum starfsfólks og stjórnenda útfæra samkomulag. Þann 1. október 2020 á niðurstaða samtals starfsfólks og yfirmanna að liggja fyrir. Greidd atkvæði áður en komi til framkvæmdar 1. janúar 2021.

Stytting vinnuvikunnar – vaktavinna

 • Sjá Fylgiskjal 2 í nýjum samningi og sérstaka kynningu
 • Vinnuvikan styttist og verður 36 vinnustundir og getur farið niður í 32 vinnustundir.
 • Kemur til framkvæmda 1. maí 2021

Allir fái 30 daga í orlof á ári

Fylgiskjöl

Kjarasamningur

Stytting vinnuvikunnar – vaktavinna

Stytting vinnuvikunnar – dagvinna

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere