Kjarasamningur hefur verið undirritaður með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu.
Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 15. desember og lýkur kl. 12.00 föstudaginn 18. desember.
KJÓSA HÉR
Hverju skilar nýr kjarasamningur félögum Eflingar hjá Skálatúni?
Kjarasamningur Eflingar við Skálatún er í megindráttum eins og samningur Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Hvað hækka launin mikið?
- Allir í fullu starfi fá launahækkun í anda Lífskjarasamningsins, minnst 90.000 kr. í fjórum áföngum. Fyrstu tveir áfangarnir upp á 17.000 kr. á mánuði frá 1. janúar 2020 og 24.000 kr. á mánuði frá 1. apríl 2020 hafa þegar verið greiddir af Skálatúni ásamt 105.000 kr. eingreiðslu miðað við fullt starf frá ágúst til desember 2019.
- Launalægstu starfsmennirnir fá allt að 15.000 kr. sérstaka leiðréttingu á laun sín frá 1. september 2020. Hækkunin lækkar í takt við hækkandi laun. Fyrir launaflokk 128 er sérstaka leiðréttingin 7.500 kr. Fyrir launaflokk 131 og ofar er engin sérstök leiðrétting.
- Allir fá eingreiðslu að verðmæti 1,5% af heildarlaunum sínum úr svokölluðum Félagsmannasjóði þann 1. febrúar ár hvert.
- Desemberuppbótin hækkar um 3.000 kr. á ári upp í 124.750 kr. árið 2022.
- Orlofsuppbótin hækkar um 1.000 kr. á ári upp í 53.000 kr. árið 2022.
Tímalína hækkana
1 . apríl 2019 | 1 . apríl 2020 | 1 . jan 2021 | 1 . jan 2022 | |
Taxtahækkun | 17.000 kr. | 24.000 kr. | 24.000 kr. | 25.000 kr. |
Taxtahækkun uppsöfnuð | 17.000 kr. | 41.000 kr. | 65.000 kr. | 90.000 kr. |
Stytting vinnuvikunnar – dagvinna
- Semja má um að stytta vinnuvikuna um allt að 4 klst. eða í 36 virkar vinnustundir með breyttu fyrirkomulagi matar- og kaffitíma. Ef samkomulag næst ekki styttist vinnuvikan um 65 mínútur frá 1. janúar 2021.
- Sjá nánar https://betrivinnutimi.is/dagvinna/
Stytting vinnuvikunnar – vaktavinna
- Vinnuvikan styttist og verður 36 vinnustundir og getur farið niður í 32 vinnustundir.
- Kemur til framkvæmda 1. maí 2021.
- Sjá nánar https://betrivinnutimi.is/vaktavinna/
Hverju skilar samningurinn til viðbótar?
- Lágmarksfjöldi orlofsdaga verður 30 dagar fyrir alla starfsmenn.
Kjarasamningur Eflingar og Skálatúns
Kjarasamningur Eflingar og SÍS