Select Page

Kjarasamningur Eflingar og Skálatúns

Kjarasamningur hefur verið undirritaður með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu.

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 15. desember og lýkur kl. 12.00 föstudaginn 18. desember.

 

KJÓSA HÉR

Hverju skilar nýr kjarasamningur félögum Eflingar hjá Skálatúni?

Kjarasamningur Eflingar við Skálatún er í megindráttum eins og samningur Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Hvað hækka launin mikið?

  • Allir í fullu starfi fá launahækkun í anda Lífskjarasamningsins, minnst 90.000 kr. í fjórum áföngum. Fyrstu tveir áfangarnir upp á 17.000 kr. á mánuði frá 1. janúar 2020 og 24.000 kr. á mánuði frá 1. apríl 2020 hafa þegar verið greiddir af Skálatúni ásamt 105.000 kr. eingreiðslu miðað við fullt starf frá ágúst til desember 2019.
  • Launalægstu starfsmennirnir fá allt að 15.000 kr. sérstaka leiðréttingu á laun sín frá 1. september 2020. Hækkunin lækkar í takt við hækkandi laun. Fyrir launaflokk 128 er sérstaka leiðréttingin 7.500 kr. Fyrir launaflokk 131 og ofar er engin sérstök leiðrétting.
  • Allir fá eingreiðslu að verðmæti 1,5% af heildarlaunum sínum úr svokölluðum Félagsmannasjóði þann 1. febrúar ár hvert.
  • Desemberuppbótin hækkar um 3.000 kr. á ári upp í 124.750 kr. árið 2022.
  • Orlofsuppbótin hækkar um 1.000 kr. á ári upp í 53.000 kr. árið 2022.

Tímalína hækkana

  1 . apríl 2019 1 . apríl 2020 1 . jan 2021 1 . jan 2022
Taxtahækkun 17.000 kr. 24.000 kr. 24.000 kr. 25.000 kr.
Taxtahækkun uppsöfnuð 17.000 kr. 41.000 kr. 65.000 kr. 90.000 kr.

 

Stytting vinnuvikunnar – dagvinna

  • Semja má um að stytta vinnuvikuna um allt að 4 klst. eða í 36 virkar vinnustundir með breyttu fyrirkomulagi matar- og kaffitíma. Ef samkomulag næst ekki styttist vinnuvikan um 65 mínútur frá 1. janúar 2021.
  • Sjá nánar https://betrivinnutimi.is/dagvinna/

Stytting vinnuvikunnar – vaktavinna

Hverju skilar samningurinn til viðbótar?

  • Lágmarksfjöldi orlofsdaga verður 30 dagar fyrir alla starfsmenn. 

Kjarasamningur Eflingar og Skálatúns

Kjarasamningur Eflingar og SÍS

 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere