Select Page

Kjarasamningur Eflingar við SORPU

Kjarasamningur hefur verið undirritaður af samninganefnd og formanni með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu.

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst kl. 12.00 á hádegi fimmtudaginn 15. október og lýkur kl. 12.00 miðvikudaginn 21. október

Verði samningurinn samþykktur gildir hann frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

 

KJÓSA HÉR

 

Hverju skilar nýr kjarasamningur félögum Eflingar hjá SORPU?

Hvað hækka launin mikið?

Launataxtar hækka að lágmarki um 90.000 kr. á samningstímanum – í fjórum áföngum.

  • 17.000 kr. hækkun á mánuði frá 1. apríl 2019 verður greidd í einu lagi eftir að samningur er samþykktur að frádreginni 105.000 kr. eingreiðslu frá 1. ágúst 2019.
  • 24.000 kr. hækkun á mánuði frá 1. apríl 2020. Þar eigum við inni 7 mánaða leiðréttingu til og með október. Þessu til viðbótar koma hækkanir (að meðaltali 11.000 kr.) vegna breytinga á launatöflu sjá nánar í reiknivél.
  • 1. janúar 2021 hækka laun um kr. 24.000.
  • 1. janúar 2022 hækka laun um kr. 25.000.

Stöðvarálag, víraálag og þrifaeiningar hækka fjórum sinnum á samningstímanum um 2,5% í hvert sinn á sömu dags- og launahækkanirnar.

Desemberuppbótin hækkar um 3.000 kr. á ári og endar í 109.000 kr. árið 2022.

Orlofsuppbótin hækkar um 1.000 kr. á ári og endar í 53.000 kr. árið 2022.

 

Tímalína hækkana

  1 . apríl 2019 1 . apríl 2020 1 . jan 2021 1 . jan 2022
Taxtahækkun 17.000 kr. (afturvirkt) 24.000 kr. 24.000 kr. 25.000 kr.
Taxtahækkun, uppsöfnuð 17.000 kr. 41.000 kr. 65.000 kr. 90.000 kr.
Töflubreyting Að meðaltali 11.000 kr. Helst inni Helst inni

 

Reiknivél – Laun í nýjum kjarasamningi við SORPU

 

Hvað styttist vinnuvikan mikið?

Á þeim stöðum sem unnið er í dagvinnu, í Álfsnesi og móttökustöð, má semja um að stytta vinnuvikuna um allt að 4 klst. eða í 36 virkar vinnustundir með breyttu fyrirkomulagi matar- og kaffitíma. Ef samkomulag næst ekki styttist vinnuvikan um 65 mínútur frá 1. janúar 2021.

Vinnuvikan í vaktavinnu, á endurvinnslustöðvunum, styttist í 36 virkar vinnustundir og getur í ákveðnum tilvikum styst í allt að 32 vinnustundir.

Hverju skilar samningurinn til viðbótar?

Í móttökustöð koma inn þrifaeiningar vegna þrifa á flokkunarlínu fyrir GAJA.

Í Álfsnesi koma inn þrifaeiningar vegna þrifa á GAJA.

Ef endurvinnslustöð opnar kl. 8.00 fá starfsmenn 30 mín. í yfirvinnu á dag fyrir opnun.

Reynsla af sambærilegum störfum verður metin til launa óháð því hvar hennar var aflað.

Launað námsleyfi verður ekki aðeins heimild heldur réttur eftir fjögurra ára starf.

Nám verður betur metið til launa en verið hefur.

Orlof verður 30 dagar fyrir alla starfsmenn SORPU bs.

Um akstur til og frá vinnu verður miðað við akstursgjald ferðakostnaðarnefndar ríkisins en ekki strætógjald. Til að eiga rétt á akstursgjaldi verða að vera 600 metrar frá strætóstöð að vinnustað.

Skoða samning Eflingar/Hlífar við SORPU

Gagnlegar kynningar:

 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere