Lágmarkshvíld á almenna markaðnum

Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Verði því við komið skal dagleg hvíld ná til tímabilsins milli kl. 23:00 og 6:00.

Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst.

Sé starfsmaður sérstaklega beðinn að mæta til vinnu áður en 11 klst. hvíld er náð ber honum uppbótarhvíld sem nemur 1 og 1/2 klst. fyrir hverja klst. sem hvíldin skerðist.

Starfsmaður skal hafa a.m.k. einn vikulegan frídag og skal við það miðað að vikan hefjist á mánudegi.