Lágmarkstekjur fyrir fullt starf á almennum vinnumarkaði
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 173,33 klst. á mánuði skv. kjarasamningi Eflingar og SA (40 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir):
1. apríl 2019 kr. 317.000 á mánuði
1. apríl 2020 kr. 335.000 á mánuði
1. janúar 2021 kr. 351.000 á mánuði
1. janúar 2023 kr. 368.000 á mánuði
Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Launauppbót vegna lágmarkstekjutryggingar skerðist ekki vegna samningsbundinnar launahækkunar vegna aukinnar menntunar sem samningsaðilar standa sameiginlega að.
Laun fyrir vinnu umfram 173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu sambandi.