Select Page

Launahækkanir 2018

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði

 • Þann 1. maí hækka laun og launatengdir liðir um 3%.
 • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 173,33 klst. á mánuði (40 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir) skal vera 300.000 kr. frá 1. maí 2018.
 • Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf.
 • Starfsmenn fá 89.000 kr. í desemberuppbót ekki síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.
 • Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar í 11,5% 1. júlí 2018.

Starfsfólk Reykjavíkurborgar

 • Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 3%.
 • Þá er rétt að geta þess að frá 1. janúar 2018 kom 1,4% viðbótarhækkun á launataxta vegna launaþróunartryggingar. En samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega launastefnu frá 27. október 2015 var kveðið á um að þeir sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt það launaskrið sem verður á almenna vinnumarkaðnum umfram það sem kann að verða á opinbera markaðnum.
 • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 173,33 klst. á mánuði (40 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 4 mánaða samfellt starf hjá Reykjavíkurborg skal vera 300.000 kr. frá 1. júní 2018.
 • Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf.
 • Starfsmenn fá 97.100 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf.

Starfsfólk annarra sveitarfélaga en Reykjavíkurborgar

 • Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 3%.
 • Þá er rétt að geta þess að frá 1. janúar 2018 kom 1,4% viðbótarhækkun á launataxta vegna launaþróunartryggingar. En samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega launastefnu frá 27. október 2015 var kveðið á um að þeir sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt það launaskrið sem verður á almenna vinnumarkaðnum umfram það sem kann að verða á opinbera markaðnum.
 • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 173,33 klst. á mánuði (40 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 4 mánaða samfellt starf hjá sama sveitarfélagi skal vera 300.000 kr. frá 1. júní 2018.
 • Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. maí, miðað við fullt starf.
 • Starfsmenn fá 113.000 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf.

Starfsfólk ríkis/hjúkrunarheimila

 • Þann 1. júní hækka laun um 3%.
 • Þá er rétt að geta þess að frá 1. janúar 2018 kom 0,5% viðbótarhækkun á launataxta vegna launaþróunartryggingar. En samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega launastefnu frá 27. október 2015 var kveðið á um að þeir sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt það launaskrið sem verður á almenna vinnumarkaðnum umfram það sem kann að verða á opinbera markaðnum.
 • Launataxtar voru einnig hækkaðir afturvirkt frá 1. janúar 2017 vegna launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013 til 2016. Þannig voru lífaldursþrep felld út og launataxtar hækkaðir um 1%.
 • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 173,33 klst. á mánuði (40 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 4 mánaða samfellt starf hjá sömu stofnun skal vera 300.000 kr. frá 1. júní 2018.
 • Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf.
 • Starfsmenn fá 89.000 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf.

Sjómenn

 • Þann 1. maí 2018 verður kauptrygging háseta 310.170 kr., kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanns og netamanns 387.713 kr. og yfirvélstjóra 465.255 kr. Aðrir launaliðir en starfsaldursálag og tímakaup hækka um 3%. Mánaðarlaun aðstoðarmanns í eldhúsi á frystitogurum verða 353.402 kr.
Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere